Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 11:47 Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Vísir/EPA Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18