Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 10:15 Sérfræðingar óttast að viðskiptastríðið stigmagnist. Trump hefur þegar hótað frekari tollum, mögulega á allan innflutning kínverskra vara. Vísir/EPA Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14