Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 16:34 Það er ástríða í Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira