Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 08:27 Banks hefur smám saman þurft að gangast við sífellt fleiri fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur engar skýringar gefið á misræminu í frásögn sinni. Vísir/EPA Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00