Þjálfari Króata: Við stoppuðum Messi og ráðum því alveg við Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Harry Kane. Vísir/Getty Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti