Erlent

New York í mál við Bandaríkjastjórn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins.
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Vísir/getty
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar.

Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.

Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPA
Cuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna.

Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur.

„Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×