Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:24 Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00
New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06