Íhuga að kæra Grenningarráðgjafann til lögreglu fyrir fjársvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2018 09:00 Sædís Sif Harðardóttir hefur safnað saman sögum um 50 kvenna sem segjast hafa verið sviknar af Sverri Birni Þráinssyni sem er betur þekktur sem Grenningarráðgjafinn. mynd/aðsend Sædís Sif Harðardóttir er ein fjölda kvenna sem íhuga nú að leita réttar síns vegna grenningarráðgjafans Sverris Björns Þráinssonar og kæra hann fyrir fjársvik. Saga Sædísar af viðskiptum sínum við Sverri er keimlík sögu fjölda annarra kvenna sem hafa deilt reynslu sinni inni í Facebook-hópnum „Grenningarráðgjafinn – sviknir viðskiptavinir.“ Þar eru nú um 300 meðlimir en í umræðum í hópnum, sem blaðamaður Vísis hefur skoðað, hafa hátt í 30 konur sagt frá sinni slæmu reynslu af því að eiga í viðskiptum við Sverri. Sædís segist sjálf hafa safnað saman sögum 50 kvenna sem segjast allar hafa verið sviknar af Sverri. Að sögn Sædísar vill sá hópur fara með málið alla leið og kæra Sverri til lögreglu fyrir fjársvik. Hann hafi ekki veitt þá þjónustu sem keypt hafi verið og ekki endurgreitt þeim sem hafi krafist endurgreiðslu vegna þess. Sædís byrjaði í ráðgjöf hjá Sverri í apríl síðastliðnum. Hún er sjálf einkaþjálfari en segist á þessum tímapunkti hafa verið komin á botninn eftir erfiða meðgöngu og vantaði í raun „peppara“ til að koma sér af stað. Henni fannst ráðgjöfin sem Sverrir bauð henni upp á hljóma vel til þess. Sverrir heldur úti Facebook-síðunni Grenningarráðgjafinn en þar hafa ekki birst færslur síðan í apríl síðastliðnum.Gekk í tvær vikur en svo fóru svörin að berast seint og illa Samkvæmt tölvupósti frá Sverri er ráðgjöfin sniðin í kringum þrískipta matardagbók sem viðskiptavinurinn heldur en Sverrir setur vikuleg viðmið varðandi neyslu og skref. Viðskiptavinir eiga að senda Sverri dagbók daglega sem hann reiknar svo út og skilar til baka „rapporti.“ Þá skal einnig senda Sverri vigtungartölur vikulega, að því er segir í tölvupóstinum frá honum, auk samantektar fyrir vikuna sem hann fer yfir. Sverrir býður upp á tvo pakka, gull og silfur, og tók Sædís þann síðarnefnda og greiddi 39.900 krónur fyrir þrjá mánuði. Prógrammið byrjaði þann 9. apríl en í silfurpakkanum eiga svör við dagbókum að berast innan 48 klukkustunda. Í gullpakkanum er tímaramminn 24 klukkustundir. Sædís segir það hafa gengið í tvær vikur að fá svör við dagbókunum innan 48 klukkustunda. Síðan hafi svörin farið að berast seint og illa. „Eftir tvær vikur þá er þessu farið að seinka svolítið. Það er svona vikusamantekt hjá honum. Á sunnudögum vigtar maður sig, mælir sig, tekur saman líðan og þá fer þetta allt í rugl því maður nær ekkert að fylgja honum. Hann er kannski að svara þremur dögum eftir að ég var að vigta mig, kannski á sunnudegi, en svarið kom ekki fyrr en á fimmtudeginum eftir. Þannig að fljótlega eftir að tvær vikurnar þá sendi ég honum póst um að þetta sé bara ekki að ganga, þetta er ekki það sem ég borgaði fyrir. Ég var að borga fyrir 48 tíma eða minna en þetta voru þrír dagar,“ segir Sædís.Fékk nóg á þriðju viku Á þriðju viku var Sverrir síðan orðinn viku of seinn með svörin. „Fyrir þá sem vilja ná árangri og eru að sækja sér svona því þeir eru komnir á botninn, þetta heillaði mig og greinilega fleiri því hann er að tala um líðan og að halda matardagbók frekar en einhverjar æfingar því þetta er ekki einkaþjálfari. Matardagbók og ráðgjöf um líðan fúnkerar ekkert þegar þú ert farinn að svara svona seint,“ segir Sædís sem segist hafa fengið nóg á þriðju viku. „Ég sendi honum póst, segi honum að þetta sé ekki að ganga, þetta sé ekki það sem ég hafi borgað fyrir og geng ekkert lengra þá. Þá svarar hann mér innan 24 tíma, eins og hann svarar öllum, þá fæ ég svarið að ég hafi farið á milli hópa og það sé álag á póstkerfinu. Þetta eru sem sagt þrjár afsakanir sem hann notar, það er álag á póstkerfinu, persónulegar aðstæður eða ruslpóstur. En þarna lofar hann sem sagt öllu fögru, að ég fái gullmeðferðina en ekki silfur sem ég var búin að borga fyrir. Þá ætti ég að fá svör innan 24 tíma og hvort við ættum ekki bara að byrja með hreinan skjöld,“ segir Sædís. Auk þessa lofaði Sverrir auka tveimur vikum í prógrammið hennar. En ástandið batnaði ekki. Sædís leitaði þá til Neytendastofu til að spyrjast fyrir um rétt sinn því hún segist hafa séð að þetta væri ekkert að fara að ganga. „Þá sendi ég honum póst, segi honum að ég sé búin að kanna réttindi mín, hér eru lögin, sendi honum nákvæman link á lögin, þú varst búinn að segja mér að ég gæti ekki fengið endurgreitt en það virkar ekki þannig. Síðan þá hefur hann í rauninni ekki svarað mér,“ segir Sædís en það eru lög um neytendasamninga frá árinu 2016 sem gilda um kaup á vöru og þjónustu á netinu.Viðskiptavinir Sverris eiga að halda matardagbók og senda honum og vigtunartölur sem hann fer yfir.vísir/gettyHefur hvorki svarað né endurgreitt Sædís sendi póst á bæði netföngin sem Sverrir er með, annars vegar fyrir silfurpakkann og hins vegar fyrir gullpakkann en fékk engin svör. „Ég var bara „Jæja, nú ætla ég að fara með þetta lengra,“ því ég var búin að heyra að þá oft endurgreiðir hann eða svarar. En hann gerði það ekki. Þá fann ég Facebook-hópinn og sé að það hefur enginn þorað að ganga alla leið.“ Sædís ákvað því að biðja þær sem myndu vilja kæra Sverri til lögreglu um að senda sér skilaboð með sínum sögum og ætlaði hún að athuga hvort þær gætu kært hann allar saman. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga hjá lögreglu um kæruferlið komst hún að því og hver og ein þyrfti að kæra hann en eins og áður segir hafa um 50 konur haft samband við Sædísi. Hún telur líklegt að flestar þeirra muni kæra Sverri til lögreglu. Allar telji þær sig hafa verið sviknar af Sverri þar sem þær hafi borgað honum fyrir þjónustu sem hann veitti síðan ekki. Þær hafi ekki fengið endurgreitt og gengið illa að fá svör frá honum. Upphæðin sem Sverrir á að hafa haft af þessum 50 konum nemur samtals um tveimur milljónum króna að sögn Sædísar.Snýst ekki um að fá 40 þúsund kall til baka Sædís segist málið ekki snúast um að klekkja á Sverri. „Þetta er ekki út af því að ég vil endilega fá þennan 40 þúsund kall. Þetta er bara út af því að ég sjálf, ég kann þetta alveg, ég er einkaþjálfari og allt það, að þegar maður er kominn á þennan stað, að aðeins að hugsa hvað maður er að gera. Ég vil að þetta sé bara forvörn, að velja rétt ef þú þarft aðstoð og vara við ef þeir þurfa aðstoð að fara ekki til hans. Þetta er ekki neitt og þú færð ekkert út úr þessu þó að hann myndi svara þér. Þetta er ekki rétta leiðin ef þú ætlar að fara upp á við, þú ættir að frekar að leita til fagfólks og fá peppið frá vinkonunum,“ segir Sædís. Rétt er að taka fram að Vísir hefur haft samband við Sverri í gegnum Facebook-síðu hans, Grenningarráðgjafinn, en færslur hafa ekki birst á síðunni síðan í byrjun apríl. Hann hefur ekki svarað skilaboðum þar og þá hefur hann ekki svarað tölvupósti blaðamanns. Á Facebook-síðunni deilir Sverrir greinum af Pressunni, þar sem hann var með bloggsíðu, en tenglarnir eru óvirkir og vísa á forsíðu pressan.dv.is. Íslenskt símanúmer sem Sverrir er skráður fyrir á ja.is er óvirkt en eftir því sem Vísir kemst næst er Sverrir búsettur erlendis. Neytendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Sædís Sif Harðardóttir er ein fjölda kvenna sem íhuga nú að leita réttar síns vegna grenningarráðgjafans Sverris Björns Þráinssonar og kæra hann fyrir fjársvik. Saga Sædísar af viðskiptum sínum við Sverri er keimlík sögu fjölda annarra kvenna sem hafa deilt reynslu sinni inni í Facebook-hópnum „Grenningarráðgjafinn – sviknir viðskiptavinir.“ Þar eru nú um 300 meðlimir en í umræðum í hópnum, sem blaðamaður Vísis hefur skoðað, hafa hátt í 30 konur sagt frá sinni slæmu reynslu af því að eiga í viðskiptum við Sverri. Sædís segist sjálf hafa safnað saman sögum 50 kvenna sem segjast allar hafa verið sviknar af Sverri. Að sögn Sædísar vill sá hópur fara með málið alla leið og kæra Sverri til lögreglu fyrir fjársvik. Hann hafi ekki veitt þá þjónustu sem keypt hafi verið og ekki endurgreitt þeim sem hafi krafist endurgreiðslu vegna þess. Sædís byrjaði í ráðgjöf hjá Sverri í apríl síðastliðnum. Hún er sjálf einkaþjálfari en segist á þessum tímapunkti hafa verið komin á botninn eftir erfiða meðgöngu og vantaði í raun „peppara“ til að koma sér af stað. Henni fannst ráðgjöfin sem Sverrir bauð henni upp á hljóma vel til þess. Sverrir heldur úti Facebook-síðunni Grenningarráðgjafinn en þar hafa ekki birst færslur síðan í apríl síðastliðnum.Gekk í tvær vikur en svo fóru svörin að berast seint og illa Samkvæmt tölvupósti frá Sverri er ráðgjöfin sniðin í kringum þrískipta matardagbók sem viðskiptavinurinn heldur en Sverrir setur vikuleg viðmið varðandi neyslu og skref. Viðskiptavinir eiga að senda Sverri dagbók daglega sem hann reiknar svo út og skilar til baka „rapporti.“ Þá skal einnig senda Sverri vigtungartölur vikulega, að því er segir í tölvupóstinum frá honum, auk samantektar fyrir vikuna sem hann fer yfir. Sverrir býður upp á tvo pakka, gull og silfur, og tók Sædís þann síðarnefnda og greiddi 39.900 krónur fyrir þrjá mánuði. Prógrammið byrjaði þann 9. apríl en í silfurpakkanum eiga svör við dagbókum að berast innan 48 klukkustunda. Í gullpakkanum er tímaramminn 24 klukkustundir. Sædís segir það hafa gengið í tvær vikur að fá svör við dagbókunum innan 48 klukkustunda. Síðan hafi svörin farið að berast seint og illa. „Eftir tvær vikur þá er þessu farið að seinka svolítið. Það er svona vikusamantekt hjá honum. Á sunnudögum vigtar maður sig, mælir sig, tekur saman líðan og þá fer þetta allt í rugl því maður nær ekkert að fylgja honum. Hann er kannski að svara þremur dögum eftir að ég var að vigta mig, kannski á sunnudegi, en svarið kom ekki fyrr en á fimmtudeginum eftir. Þannig að fljótlega eftir að tvær vikurnar þá sendi ég honum póst um að þetta sé bara ekki að ganga, þetta er ekki það sem ég borgaði fyrir. Ég var að borga fyrir 48 tíma eða minna en þetta voru þrír dagar,“ segir Sædís.Fékk nóg á þriðju viku Á þriðju viku var Sverrir síðan orðinn viku of seinn með svörin. „Fyrir þá sem vilja ná árangri og eru að sækja sér svona því þeir eru komnir á botninn, þetta heillaði mig og greinilega fleiri því hann er að tala um líðan og að halda matardagbók frekar en einhverjar æfingar því þetta er ekki einkaþjálfari. Matardagbók og ráðgjöf um líðan fúnkerar ekkert þegar þú ert farinn að svara svona seint,“ segir Sædís sem segist hafa fengið nóg á þriðju viku. „Ég sendi honum póst, segi honum að þetta sé ekki að ganga, þetta sé ekki það sem ég hafi borgað fyrir og geng ekkert lengra þá. Þá svarar hann mér innan 24 tíma, eins og hann svarar öllum, þá fæ ég svarið að ég hafi farið á milli hópa og það sé álag á póstkerfinu. Þetta eru sem sagt þrjár afsakanir sem hann notar, það er álag á póstkerfinu, persónulegar aðstæður eða ruslpóstur. En þarna lofar hann sem sagt öllu fögru, að ég fái gullmeðferðina en ekki silfur sem ég var búin að borga fyrir. Þá ætti ég að fá svör innan 24 tíma og hvort við ættum ekki bara að byrja með hreinan skjöld,“ segir Sædís. Auk þessa lofaði Sverrir auka tveimur vikum í prógrammið hennar. En ástandið batnaði ekki. Sædís leitaði þá til Neytendastofu til að spyrjast fyrir um rétt sinn því hún segist hafa séð að þetta væri ekkert að fara að ganga. „Þá sendi ég honum póst, segi honum að ég sé búin að kanna réttindi mín, hér eru lögin, sendi honum nákvæman link á lögin, þú varst búinn að segja mér að ég gæti ekki fengið endurgreitt en það virkar ekki þannig. Síðan þá hefur hann í rauninni ekki svarað mér,“ segir Sædís en það eru lög um neytendasamninga frá árinu 2016 sem gilda um kaup á vöru og þjónustu á netinu.Viðskiptavinir Sverris eiga að halda matardagbók og senda honum og vigtunartölur sem hann fer yfir.vísir/gettyHefur hvorki svarað né endurgreitt Sædís sendi póst á bæði netföngin sem Sverrir er með, annars vegar fyrir silfurpakkann og hins vegar fyrir gullpakkann en fékk engin svör. „Ég var bara „Jæja, nú ætla ég að fara með þetta lengra,“ því ég var búin að heyra að þá oft endurgreiðir hann eða svarar. En hann gerði það ekki. Þá fann ég Facebook-hópinn og sé að það hefur enginn þorað að ganga alla leið.“ Sædís ákvað því að biðja þær sem myndu vilja kæra Sverri til lögreglu um að senda sér skilaboð með sínum sögum og ætlaði hún að athuga hvort þær gætu kært hann allar saman. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga hjá lögreglu um kæruferlið komst hún að því og hver og ein þyrfti að kæra hann en eins og áður segir hafa um 50 konur haft samband við Sædísi. Hún telur líklegt að flestar þeirra muni kæra Sverri til lögreglu. Allar telji þær sig hafa verið sviknar af Sverri þar sem þær hafi borgað honum fyrir þjónustu sem hann veitti síðan ekki. Þær hafi ekki fengið endurgreitt og gengið illa að fá svör frá honum. Upphæðin sem Sverrir á að hafa haft af þessum 50 konum nemur samtals um tveimur milljónum króna að sögn Sædísar.Snýst ekki um að fá 40 þúsund kall til baka Sædís segist málið ekki snúast um að klekkja á Sverri. „Þetta er ekki út af því að ég vil endilega fá þennan 40 þúsund kall. Þetta er bara út af því að ég sjálf, ég kann þetta alveg, ég er einkaþjálfari og allt það, að þegar maður er kominn á þennan stað, að aðeins að hugsa hvað maður er að gera. Ég vil að þetta sé bara forvörn, að velja rétt ef þú þarft aðstoð og vara við ef þeir þurfa aðstoð að fara ekki til hans. Þetta er ekki neitt og þú færð ekkert út úr þessu þó að hann myndi svara þér. Þetta er ekki rétta leiðin ef þú ætlar að fara upp á við, þú ættir að frekar að leita til fagfólks og fá peppið frá vinkonunum,“ segir Sædís. Rétt er að taka fram að Vísir hefur haft samband við Sverri í gegnum Facebook-síðu hans, Grenningarráðgjafinn, en færslur hafa ekki birst á síðunni síðan í byrjun apríl. Hann hefur ekki svarað skilaboðum þar og þá hefur hann ekki svarað tölvupósti blaðamanns. Á Facebook-síðunni deilir Sverrir greinum af Pressunni, þar sem hann var með bloggsíðu, en tenglarnir eru óvirkir og vísa á forsíðu pressan.dv.is. Íslenskt símanúmer sem Sverrir er skráður fyrir á ja.is er óvirkt en eftir því sem Vísir kemst næst er Sverrir búsettur erlendis.
Neytendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira