Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:10 Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr sig að taka vítaspyrnuna. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira