Kári: Ekki mála skrattann á vegginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2018 18:15 Ahmed Musa skorar hér annað mark Nígeríu, fram hjá Kára og Sverri Inga. Vilhelm Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
„Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39
Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37
Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16
Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56
Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10
Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00
Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13