Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 23:45 Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Vísir/samsett Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33