Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarsons í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 10:00 Mario Mandzukic verður líklega ekki með. vísir/getty Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16
HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00