Erlent

Fótboltastrákar fastir í helli

Bergþór Másson skrifar
Björgunaraðgerðir í Tham Luang Nang Non helli.
Björgunaraðgerðir í Tham Luang Nang Non helli. Mae Sai Provincial Police Station / Facebook
Björgunarkafarar leita nú tólf ungra fótboltamanna og þjálfara þeirra í helli í Tælandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hellirinn fylltist af vatni eftir gríðarlega rigningu á svæðinu.

Tælensk stjórnvöld telja að strákarnir og þjálfari þeirra hafi farið inn í hellinn á laugardaginn og séu þar enn. 

Hjól og íþróttabúnaður sem talið er að sé í eigu þeirra fundust fyrir utan hellinn. Leit af þeim hófst laugardagskvöldið.

Talið er að strákarnir séu á aldrinum ellefu til sextán ára gamlir og að þjálfarinn sé 25 ára. 

Hellirinn er vinsæll ferðamannastaður í Chiang Rai héraði Taílands.

Hellirinn er nokkuð stór og fer hann marga kílómetra niður í jörðina.

Varnarmálaráðherra Taílands, Prawit Wongsuwan, segist fylgjast grannt með málinu og er vongóður um að strákarnir komi í leitirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×