Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 17:05 Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin. Vísir/EPA Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26