Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. Samningurinn við Tyrki tók gildi á vormánuðum 1992 og er elsti núgildandi samningur EFTA við þriðja ríki. Hann inniheldur ákvæði um mannréttindi sem Tyrkir skulu í heiðri halda. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðu mannréttinda í Tyrklandi og mál Hauks Hilmarssonar. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir síðan sagt var frá því að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi en andlát hans hefur enn ekki verið staðfest. Sjá einnig: Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Á fundinum kom Guðlaugur Þór á framfæri gagnrýni stjórnvalda á það hvernig Tyrkir koma fram við borgara sína. Þá gagnrýndi hann einnig hernaðarbrölt ríkisins í Afrin-héraði í Sýrlandi en þar er Haukur talinn hafa fallið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Zeybecki hafi tekið erindinu um mál Hauks vel en að hann hefði engar upplýsingar sem gætu varpað ljósi á málið. „Ég hef tekið upp mál Hauks Hilmarssonar við varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra Tyrklands og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka vakið máls á því við erlenda ráðamenn. Með komu tyrkneska ráðherrans hingað til lands gafst okkur enn eitt tækifærið til að knýja á um frekari upplýsingar og samstarf í þessu sorglega máli,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. Samningurinn við Tyrki tók gildi á vormánuðum 1992 og er elsti núgildandi samningur EFTA við þriðja ríki. Hann inniheldur ákvæði um mannréttindi sem Tyrkir skulu í heiðri halda. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðu mannréttinda í Tyrklandi og mál Hauks Hilmarssonar. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir síðan sagt var frá því að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi en andlát hans hefur enn ekki verið staðfest. Sjá einnig: Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Á fundinum kom Guðlaugur Þór á framfæri gagnrýni stjórnvalda á það hvernig Tyrkir koma fram við borgara sína. Þá gagnrýndi hann einnig hernaðarbrölt ríkisins í Afrin-héraði í Sýrlandi en þar er Haukur talinn hafa fallið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Zeybecki hafi tekið erindinu um mál Hauks vel en að hann hefði engar upplýsingar sem gætu varpað ljósi á málið. „Ég hef tekið upp mál Hauks Hilmarssonar við varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra Tyrklands og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka vakið máls á því við erlenda ráðamenn. Með komu tyrkneska ráðherrans hingað til lands gafst okkur enn eitt tækifærið til að knýja á um frekari upplýsingar og samstarf í þessu sorglega máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12
Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46