Hrósaði Íslandi fyrir baráttuna og hugrekkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2018 20:52 Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins. Getty „Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira