Fótbolti

AC Milan bannað frá Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik með liðinu á síðustu leiktíð.
Frá leik með liðinu á síðustu leiktíð. vísir/getty
AC Milan hefur verið meinuð þáttöku að Evrópudeildinni á næstu leiktíð vegna brota á fjárhagsreglum UEFA. Þeir geta mótmælt dómnum til íþróttadómstólsins í Evrópu.

AC Milan mun ekki hafa farið að reglum UEFA hvað varðar fjárhagsstjórn knattspyrnufélaga en mörg félög hafa verið rannsökuð nýlega.

Þó hefur ekkert verið sett í bann eins og Milan en þeir tryggðu sér þáttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nú hefur þeim verið bönnuð þáttaka og eru það rosaleg tíðindi.

Forsvarsmenn Milan sögðu að fjárhagur liðsins væri nú kominn í góð mál eftir að Li Yonghong hafi tekið yfir liðið en UEFA hafi lítið hlustað á það.

Í yfirlýsingu sem Milan gaf frá sér í gær segir að liðið sé tilbúið í að taka því sem UEFA dæmir en óskað sé eftir sanngirni í dómnum.

Þetta gæti haft áhrif á leikmannahóp liðsins en markvörðurinn Gianluigi Donnarumma og Leonardo Bonucci gætu nú horfið á braut eftir þessar fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×