Elon Musk deilir um prumpandi einhyrning Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2018 08:36 Elon Musk hóf deilur við dóttur leirlistamannsins á Twitter í vikunni. Vísir/Getty Uppfinningamaðurinn Elon Musk stendur nú í höfundarréttardeilum við leirlistamann, hvers bolli vakti mikla hrifningu Musks í fyrra. Forsaga málsins er sú að Musk lýsti yfir hrifningu sinni á téðum bolla úr smiðju bandaríska leirlistamannsins Toms Edwards á Twitter í fyrra. Tíst Musks varð til þess að bollinn seldist eins og heitar lummur og var Edward að vonum ánægður með athyglina. Mánuði síðar birti Musk hins vegar annað tíst í auglýsingaskyni fyrir nýjan eiginleika í Teslu-bifreiðum sínum, svokallaða „teikniblokk“ (e. sketch pad), sem gerir notendum kleift að teikna á snertiskjá í bílunum. Til að sýna virkni skjásins birti Musk m.a. nær nákvæmlega sömu mynd og var að finna á bolla Edwards: brosmildan, prumpandi einhyrning.Made today on Tesla sketch pad pic.twitter.com/Z8dFP2NN41— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2017 Leirlistamaðurinn hugðist ekki gera mál úr atvikinu þangað til hann frétti að Tesla hefði notað einhyrninginn á fleiri vígstöðvum, þ. á m. birtist hann í stýrikerfi bifreiðanna og á jólakorti fyrirtækisins. „Ég elska að hann [einhyrningurinn] sé í bílunum þeirra en ég vil bara að þau breyti rétt og borgi mér nægilega fyrir hann,“ var haft eftir Edward í viðtali vegna málsins. Musk virtist hins vegar ekki á þeim buxunum að greiða Edward fyrir notkun á einhyrningnum prumpandi, ef marka má fyrstu svör hans á Twitter. Dóttir Edwards vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum í vikunni. Í svari við gagnrýni hennar sagði Musk að það væri „asnalegt“ að lögsækja hann fyrir notkun á einhyrningnum og að Edward ætti að vera þakklátur fyrir „athyglina“.hey y'all Grimes' boyfriend ripped off my dad's art! this is a true story! what do you have to say for yourself @elonmusk ?? https://t.co/TMMJAS1ZGM— Lisa Prank (@lisaprank) June 26, 2018 Lisa, I popularized your Dad's mug for free, he made thousands of dollars as a result & now he wants more money because someone else's drawing of that mug was used as a sketch pad example in a *hidden* feature. How much money does your Dad want for this terrible transgression?— Elon Musk (@elonmusk) June 27, 2018 Eftir að breska dagblaðið The Guardian birti grein um málið hefur Musk þó sagst hafa boðist til að greiða Edward fyrir einhyrninginn. Þá sagðist Musk jafnframt mjög umhugað um höfundarrétt listamanna.Nothing is more absurd than reality! This silly drawing that was just added as a silly example for our sketchpad Easter egg has bothered me more than anything today. I definitely care about artists getting compensated. It would be unfair not to do so.— Elon Musk (@elonmusk) June 28, 2018 Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uppfinningamaðurinn Elon Musk stendur nú í höfundarréttardeilum við leirlistamann, hvers bolli vakti mikla hrifningu Musks í fyrra. Forsaga málsins er sú að Musk lýsti yfir hrifningu sinni á téðum bolla úr smiðju bandaríska leirlistamannsins Toms Edwards á Twitter í fyrra. Tíst Musks varð til þess að bollinn seldist eins og heitar lummur og var Edward að vonum ánægður með athyglina. Mánuði síðar birti Musk hins vegar annað tíst í auglýsingaskyni fyrir nýjan eiginleika í Teslu-bifreiðum sínum, svokallaða „teikniblokk“ (e. sketch pad), sem gerir notendum kleift að teikna á snertiskjá í bílunum. Til að sýna virkni skjásins birti Musk m.a. nær nákvæmlega sömu mynd og var að finna á bolla Edwards: brosmildan, prumpandi einhyrning.Made today on Tesla sketch pad pic.twitter.com/Z8dFP2NN41— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2017 Leirlistamaðurinn hugðist ekki gera mál úr atvikinu þangað til hann frétti að Tesla hefði notað einhyrninginn á fleiri vígstöðvum, þ. á m. birtist hann í stýrikerfi bifreiðanna og á jólakorti fyrirtækisins. „Ég elska að hann [einhyrningurinn] sé í bílunum þeirra en ég vil bara að þau breyti rétt og borgi mér nægilega fyrir hann,“ var haft eftir Edward í viðtali vegna málsins. Musk virtist hins vegar ekki á þeim buxunum að greiða Edward fyrir notkun á einhyrningnum prumpandi, ef marka má fyrstu svör hans á Twitter. Dóttir Edwards vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum í vikunni. Í svari við gagnrýni hennar sagði Musk að það væri „asnalegt“ að lögsækja hann fyrir notkun á einhyrningnum og að Edward ætti að vera þakklátur fyrir „athyglina“.hey y'all Grimes' boyfriend ripped off my dad's art! this is a true story! what do you have to say for yourself @elonmusk ?? https://t.co/TMMJAS1ZGM— Lisa Prank (@lisaprank) June 26, 2018 Lisa, I popularized your Dad's mug for free, he made thousands of dollars as a result & now he wants more money because someone else's drawing of that mug was used as a sketch pad example in a *hidden* feature. How much money does your Dad want for this terrible transgression?— Elon Musk (@elonmusk) June 27, 2018 Eftir að breska dagblaðið The Guardian birti grein um málið hefur Musk þó sagst hafa boðist til að greiða Edward fyrir einhyrninginn. Þá sagðist Musk jafnframt mjög umhugað um höfundarrétt listamanna.Nothing is more absurd than reality! This silly drawing that was just added as a silly example for our sketchpad Easter egg has bothered me more than anything today. I definitely care about artists getting compensated. It would be unfair not to do so.— Elon Musk (@elonmusk) June 28, 2018
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26