Southgate: Gerum hið ómögulega mögulegt Einar Sigurvinsson skrifar 10. júní 2018 14:00 Gareth Southgate. vísir/getty „Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
„Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00