Southgate: Gerum hið ómögulega mögulegt Einar Sigurvinsson skrifar 10. júní 2018 14:00 Gareth Southgate. vísir/getty „Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00