Kitlar í þjálfaraputtana á æfingum í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 17:15 Magnús Gylfason með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/Vilhelm Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira