Glódís: Ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Glódís fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/andri marinó Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira