Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 10:57 Forysta Íhaldsflokksins reynir nú að berja niður uppreisn hluta flokksins á þingi vegna Brexit. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Neðri deild breska þingsins greiðir atkvæði um hvort þingmenn fái að ráða úrslitum samnings á milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins um útgöngu Breta í haust. Evrópumálaráðherra ríkisstjórnarinnar varar þingmenn Íhaldsflokksins við því að þeir gætu grafið undan samningsstöðu hennar með því að samþykkja tillöguna. Átök hafa verið innan Íhaldsflokksins um Brexit. Phililip Lee, dómsmálaráðherra, sagði af sér í dag vegna stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Brexit. Lee hefur stutt áframhaldandi veru Breta í ESB. Sagðist hann telja stefnu ríkisstjórnarinnar skaða kjósendur sína. Hópur þingmanna flokksins er talinn ætla að andæfa ríkisstjórninni með því að greiða atkvæði með breytingatillögu við frumvarp um útgönguna úr ESB í dag og á morgun. Hún gengur út á að gefa þingmönnum vald til að hafna samningi ríkisstjórnarinnar við sambandið ef þeim líkar ekki við hann. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að slík tillaga sendi röng skilaboð til ráðamanna í Evrópu. David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar, segir að þingið muni hafa aðkomu að útgönguferlinu en það geti ekki snúið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016. Frumvarpið um útgönguna úr Brexit á að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Lög sem Bretar hafa tekið upp í gegnum ESB yrðu með því gerð að breskum lögum þannig að þingmenn og ríkisstjórnin geti síðar ákveðið að halda þeim eða breyta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Íhaldsflokkurinn er ekki með hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur þurft að reiða sig á stuðnings norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn sín falli.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38