Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Bragi Þórðarson skrifar 13. júní 2018 06:00 Alonso í kappakstri helgarinnar. vísir/getty Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren. Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. Alonso vann heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 árin 2005 og 2006 með Renault. Síðan þá hefur spænski snillingurinn í rauninni alltaf verið réttur maður á röngum stað. Eftir titlana með Renault færði Fernando sig yfir til McLaren þar sem að hinn kornungi Lewis Hamilton stal algjörlega senunni. Spánverjinn ákvað því að snúa aftur til Renault árið eftir en ljóst var að bestu ár franska framleiðandans voru búin. Árið 2010 fékk Alonso tækifæri á að keyra fyrir sigursælasta lið allra tíma, Ferrari. Fernando eyddi bestu árum ferils sýns hjá Ferrari, en ítalski kappakstursrisinn var þó í gríðarlegri lægð á þessum árum. Landaði því Spánverjinn aðeins 11 sigrum á þeim fimm árum sem hann eyddi á Maranello. Árið 2015 snéri hann svo aftur til McLaren er breska liðið var nýbúið að gera spennandi samning við vélarframleiðandann Honda. Samstarfið reyndist algjörlega hræðilegt og vantaði vélunum bæði afl og áræðanleika. McLaren stóð þó alltaf fast á þeirri skoðun að þeirra bíll væri sá besti, vandamálið var bara vélin. Sú fullyrðing er þó greinilega röng þar sem liðið hefur lítið bætt sig þrátt fyrir að keyra með Renault vélar í ár. Alonso og McLaren eru því ennþá á svipuðum stað og fyrir ári síðan og eru því litlar líkur á að Fernando muni nokkurn tímann vinna annan kappakstur í Formúlu 1. Vélarbilunin hjá Spánverjanum í kanadíska kappakstrinum um helgina gæti hafa verið dropinn sem fyllti loksins mælinn. Alonso er nú þegar byrjaður að hugsa um aðra hluti en Formúlu 1 og keppti hann meðal annars í Indy 500 kappakstrinum á síðastliðnu ári. Í sumar er Fernando að keppa í þolakstri með Formúlunni og mun hann taka þátt í heimsfræga Le Mans kappakstrinum um næstu helgi. Það er því ljóst að Spánverjinn knái er þegar farinn að hugsa um hvað býður hans eftir að Formúlu ferlinum lýkur. Það er því bara spurning hvort að hinn 36 ára Alonso setji hanskana á hilluna í lok þessa árs eða reynir við eitt árið enn með McLaren.
Formúla Tengdar fréttir Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. 12. júní 2018 06:00