Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 21:34 Íslensku landsliðsmennirnir í tilheyrandi búningum merktum KSÍ fyrir leik á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“ HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30
Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32