Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 21:34 Íslensku landsliðsmennirnir í tilheyrandi búningum merktum KSÍ fyrir leik á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“ HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30
Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32