Snjallsímablinda Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar