Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Ísgöngin hafa notið vaxandi vinsælda á meðal ferðamanna á undanförnum árum Vísir Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00