Enska landsliðið þarf gott HM til að losna loksins undan fjötrum Íslandsleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 13:00 Harry Kane í leiknum á móti Íslandi á EM 2016. Hér tekur Gylfi Þór Sigurðsson vel á honum. Vísir/Getty Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira