Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 08:00 Hér má sjá einn hjólahópinn sem Maggi Gylfa leiddi um stræti og strönd Kabardinka. vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira