Kveðja frá Rússlandi: Heimir tekur „tannlækninn“ á kassann fyrir land og þjóð Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á HM fyrstur manna en fær fleiri spurningar um tanlækningar en fótbolta. vísir/vilhelm Hann gjörsamlega ranghvolfdi augunum, haldandi að hann væri sloppinn við þessa spurningu um tannlækningar, allavega fram að HM. Maðurinn sem um er rætt er að sjálfsögðu landsliðsjálfarinn Heimir Hallgrímsson. Staðurinn er blaðamannaherbergi Laugardalsvallar og tilefnið er blaðamannafundur hans eftir jafnteflið á móti Gana. Það var margt áhugavert hægt að spyrja um eftir leikinn. Okkar menn ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð, verið að fá á sig mikið af mörkum sem er óvanalegt, besti leikmaður liðsins var kominn aftur eftir meiðsli og var frábær en fyrirliðinn hefur ekkert spilað í langan tíma. Allskonar spurningar tengdar fótbolta. En, erlend blaðakona sem var stödd hér á landi til að sækja efni um íslenska liðið fyrir sinn heimamiðil hafði mest lítinn áhuga á fótboltanum. Hún vildi bara vita meira um rótarfyllingar Heimis í Vestmannaeyjum. Hann er eflaust búinn að fá á annað þúsund spurningar um þessa menntun sína undanfarin ár og því eðlilegt að hann sé orðinn þreyttur á henni. Heimir passaði upp á þetta myndi ekki taka yfir blaðamannafundinn á Spartak-vellinum í Moskvu í dag og sagði einfaldlega að hann væri tannlæknir og yrði áfram tannlæknir.Fagleg umfjöllun í einu stærsta blaði heims en tannlækningarnar í fyrirsögn.Heimir er ekki ókurteis maður. Þvert á móti. Þess vegna hefur hann svarað þessari spurningu oftar en góðu hófi gegnir alveg eins og Hannes Þór Halldórsson hefur mikið rætt um daga sína sem leikstjóri og Gylfi um fiskvinnsluna á sínum tíma. Það er samt alveg ástæða fyrir því að Heimir er ekkert að láta loka á þessar spurningar. Hann veit alveg að allt svona umtal og blaðaskrif um íslenska liðið berst víða. Meðal annars til Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Króatarnir vita reyndar að tannlæknirinn er frábær taktíker og leikstjórinn getur alveg varið. Þegar nánast öll erlend umfjöllun um Heimi og íslenska liðið eru bara fabúleringar um eitthvað sem tengist fótboltanum ekki neitt er erfitt fyrir stórstjörnur Argentínu að taka okkar menn alvarlega. Því hafa fleiri risalið klikkað á þessu og fengið skell fyrir vikið. Spyrjið bara Hollendinga og Englendinga. Heimir tekur þessar fabúleringar bara á kassann fyrir land og þjóð því þetta er orðið hálfpartinn liður í því að láta mótherjann mæta með vanmatið í fullu svingi til leiks á móti strákunum okkar. Heimir er ekkert orðinn of stór að halda að hann þurfi ekki á góðu vanmati Argentínu að halda þegar kemur að leiknum í Moskvu 16. júní.Heimir Hallgrímsson er foringinn í íslenska hópnum og veit að svona umtal hjálpar liðinu.vísir/vilhelmArgentínsku leikmennirnir hafa vafalítið farið á fjölmarga taktíska myndbandsfundi með þjálfara sínum og aðstoðarmönnum hans undanfarnar vikur þar sem farið er ítarlega yfir íslensku strákana og hvað hefur komið þeim alla leið á HM í fótbolta, minnst allra þjóða. Einhver er galdurinn. Galdurinn er skipulag, liðsheild, samheldni, óbilandi baráttuandi, stolt og dass af Gylfa Sig. Hægt er að undirbúa sig fyrir flest af þessu á æfingasvæðinu. Til dæmis föstu leikatriðin. Englendingar slepptu því. Roy Hodgson fór í göngutúr í staðinn fyrir að horfa á Ísland og skósveinar hans voru líklega í Candy Crush þegar að þeir áttu að fylgjast með Íslandi á móti Austurríki. Þeir fengu það í andlitið. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er sjálfur mjög metnaðarfullur og taktískur þjálfari og ætlar ekki að láta einhvern ljóshærðan og kaffibrúnan tannlækni úr Vestmannaeyjum með milljón krónu bros þjálfa sig út af vellinum. Málið er að hann getur bara gert svo og svo mikið. Hann getur kennt þeim á íslenska liðið út og inn og sagt sínum mönnum að horfa framhjá því hvað strákarnir í bláu, eða reyndar í hvítu í leiknum á laugardaginn, eru frá litlu landi. Hann vill að þeir spái ekkert í stærð liðsins eða hverjir eru að spila. Hann vill að þeir virði mótherjann.Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.Vísir/GettyÞað er ekkert hægt að fullyrða að allir ellefu sem verða í argentínska byrjunarliðinu mæti með hrokann upp fyrir haus en einhverjir verða þannig. Við erum bara búin að spila á móti allt of mörgum stórum liðum til að ætla ímynda okkur að svo verði ekki. Og það er líka bara besta mál. Auðvitað eiga okkar menn meira en alla virðingu skilið en á meðan argentínsku leikmennirnir sjá Heimi og strákana okkar í hverju viðtalinu á fætur öðru um að þjálfarinn sé tannlæknir og markvörðurinn leikstjóri verður erfitt fyrir þá að taka okkur alvarlega. Þeir eru alveg vanir því að mæta litlum félagsliðum með stóru félagsliðunum sínum og litlum landsliðum og vinna þau. Málið er bara að Heimir Hallgrímsson þjálfar ekki Eibar. Lionel Messi getur ekki bara verið í hlutlausum í 90 mínútur og reddað sér svo með þrennu án þess að svitna. Íslensku landsliðsmennirnir eru alltof alltof stoltir og fyrst og fremst alltof góðir til að láta svoleiðis gerast. Vanmatið er erfitt fyrir stoltið en í raun gott fyrir það sem gerist svo úti á vellinum. Þar fá risarnir að éta vanmatið með hníf og gaffli þegar að Kári og Raggi pakka þeim saman í loftinu og Gylfi leggur upp enn eitt markið úr föstu leikatriði. Okkar menn vita fyrir hvað þeir standa og það er meira en nóg.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30 Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Hann gjörsamlega ranghvolfdi augunum, haldandi að hann væri sloppinn við þessa spurningu um tannlækningar, allavega fram að HM. Maðurinn sem um er rætt er að sjálfsögðu landsliðsjálfarinn Heimir Hallgrímsson. Staðurinn er blaðamannaherbergi Laugardalsvallar og tilefnið er blaðamannafundur hans eftir jafnteflið á móti Gana. Það var margt áhugavert hægt að spyrja um eftir leikinn. Okkar menn ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð, verið að fá á sig mikið af mörkum sem er óvanalegt, besti leikmaður liðsins var kominn aftur eftir meiðsli og var frábær en fyrirliðinn hefur ekkert spilað í langan tíma. Allskonar spurningar tengdar fótbolta. En, erlend blaðakona sem var stödd hér á landi til að sækja efni um íslenska liðið fyrir sinn heimamiðil hafði mest lítinn áhuga á fótboltanum. Hún vildi bara vita meira um rótarfyllingar Heimis í Vestmannaeyjum. Hann er eflaust búinn að fá á annað þúsund spurningar um þessa menntun sína undanfarin ár og því eðlilegt að hann sé orðinn þreyttur á henni. Heimir passaði upp á þetta myndi ekki taka yfir blaðamannafundinn á Spartak-vellinum í Moskvu í dag og sagði einfaldlega að hann væri tannlæknir og yrði áfram tannlæknir.Fagleg umfjöllun í einu stærsta blaði heims en tannlækningarnar í fyrirsögn.Heimir er ekki ókurteis maður. Þvert á móti. Þess vegna hefur hann svarað þessari spurningu oftar en góðu hófi gegnir alveg eins og Hannes Þór Halldórsson hefur mikið rætt um daga sína sem leikstjóri og Gylfi um fiskvinnsluna á sínum tíma. Það er samt alveg ástæða fyrir því að Heimir er ekkert að láta loka á þessar spurningar. Hann veit alveg að allt svona umtal og blaðaskrif um íslenska liðið berst víða. Meðal annars til Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Króatarnir vita reyndar að tannlæknirinn er frábær taktíker og leikstjórinn getur alveg varið. Þegar nánast öll erlend umfjöllun um Heimi og íslenska liðið eru bara fabúleringar um eitthvað sem tengist fótboltanum ekki neitt er erfitt fyrir stórstjörnur Argentínu að taka okkar menn alvarlega. Því hafa fleiri risalið klikkað á þessu og fengið skell fyrir vikið. Spyrjið bara Hollendinga og Englendinga. Heimir tekur þessar fabúleringar bara á kassann fyrir land og þjóð því þetta er orðið hálfpartinn liður í því að láta mótherjann mæta með vanmatið í fullu svingi til leiks á móti strákunum okkar. Heimir er ekkert orðinn of stór að halda að hann þurfi ekki á góðu vanmati Argentínu að halda þegar kemur að leiknum í Moskvu 16. júní.Heimir Hallgrímsson er foringinn í íslenska hópnum og veit að svona umtal hjálpar liðinu.vísir/vilhelmArgentínsku leikmennirnir hafa vafalítið farið á fjölmarga taktíska myndbandsfundi með þjálfara sínum og aðstoðarmönnum hans undanfarnar vikur þar sem farið er ítarlega yfir íslensku strákana og hvað hefur komið þeim alla leið á HM í fótbolta, minnst allra þjóða. Einhver er galdurinn. Galdurinn er skipulag, liðsheild, samheldni, óbilandi baráttuandi, stolt og dass af Gylfa Sig. Hægt er að undirbúa sig fyrir flest af þessu á æfingasvæðinu. Til dæmis föstu leikatriðin. Englendingar slepptu því. Roy Hodgson fór í göngutúr í staðinn fyrir að horfa á Ísland og skósveinar hans voru líklega í Candy Crush þegar að þeir áttu að fylgjast með Íslandi á móti Austurríki. Þeir fengu það í andlitið. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er sjálfur mjög metnaðarfullur og taktískur þjálfari og ætlar ekki að láta einhvern ljóshærðan og kaffibrúnan tannlækni úr Vestmannaeyjum með milljón krónu bros þjálfa sig út af vellinum. Málið er að hann getur bara gert svo og svo mikið. Hann getur kennt þeim á íslenska liðið út og inn og sagt sínum mönnum að horfa framhjá því hvað strákarnir í bláu, eða reyndar í hvítu í leiknum á laugardaginn, eru frá litlu landi. Hann vill að þeir spái ekkert í stærð liðsins eða hverjir eru að spila. Hann vill að þeir virði mótherjann.Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.Vísir/GettyÞað er ekkert hægt að fullyrða að allir ellefu sem verða í argentínska byrjunarliðinu mæti með hrokann upp fyrir haus en einhverjir verða þannig. Við erum bara búin að spila á móti allt of mörgum stórum liðum til að ætla ímynda okkur að svo verði ekki. Og það er líka bara besta mál. Auðvitað eiga okkar menn meira en alla virðingu skilið en á meðan argentínsku leikmennirnir sjá Heimi og strákana okkar í hverju viðtalinu á fætur öðru um að þjálfarinn sé tannlæknir og markvörðurinn leikstjóri verður erfitt fyrir þá að taka okkur alvarlega. Þeir eru alveg vanir því að mæta litlum félagsliðum með stóru félagsliðunum sínum og litlum landsliðum og vinna þau. Málið er bara að Heimir Hallgrímsson þjálfar ekki Eibar. Lionel Messi getur ekki bara verið í hlutlausum í 90 mínútur og reddað sér svo með þrennu án þess að svitna. Íslensku landsliðsmennirnir eru alltof alltof stoltir og fyrst og fremst alltof góðir til að láta svoleiðis gerast. Vanmatið er erfitt fyrir stoltið en í raun gott fyrir það sem gerist svo úti á vellinum. Þar fá risarnir að éta vanmatið með hníf og gaffli þegar að Kári og Raggi pakka þeim saman í loftinu og Gylfi leggur upp enn eitt markið úr föstu leikatriði. Okkar menn vita fyrir hvað þeir standa og það er meira en nóg.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30 Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30