Strákarnir sýna mér traust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2018 21:30 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty „Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Sjá meira
„Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Sjá meira