Strákarnir sýna mér traust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2018 21:30 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty „Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira