Viðskipti erlent

Leikmenn Írans kaupa sér eigin skó vegna viðskiptabanns

Bergþór Másson skrifar
Carlos Quieroz, þjálfari Írans.
Carlos Quieroz, þjálfari Írans. Getty/Vísir
Leikmenn íranska landsliðsins sem eru samningsbundnir Nike fá enga skó frá stórfyrirtækinu og þurfa að skaffa sinn eigin skóbúnað á HM í Rússlandi. Ástæða þess er viðskiptabann Bandaríkjanna við Íran sem Donald Trump setti á á dögunum. Carlos Queiroz, þjálfari Íran, er virkilega ósáttur við Nike.

Quieroz krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá Nike og segir að „þessi hrokafulli verknaður sem bitni á 23 drengjum sé fáránlegur og ónauðsynlegur.“

Nike gaf út yfirlýsingu sem greindi frá því að „sem bandarískt fyrirtæki, getum við ekki farið gegn bandarískum viðskiptalögum og séð leikmönnum íranska landsliðsins fyrir skóm á HM.“

Quieroz var ekki sáttur með þessa yfirlýsingu Nike. Honum finnst að Nike eigi bara að sjá leikmönnunum fyrir skóm og bendir á að allir viti af viðskiptabanninu og það væri þess vegna óþarfi að minnast á það í yfirlýsingunni. 

ESPN greinir frá að leikmenn Írans séu búnir að vera að æfa í eldri útgáfum og litargerðum Nike skóa. Sumir hafa fengið nýjustu gerðirnar lánaðar frá félögum eða hreinlega keypt sér þær sjálfir. 


Tengdar fréttir

Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja

Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×