Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 12:15 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira