Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 12:15 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira