Bestir í Pepsi og björguðu deginum gegn Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:30 Alfreð í leiknum í gær vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018 HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira