Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:30 Heimir hefur verið í banastuði þegar íslenskir blaðamenn hafa hitt á hann hér ytra. Hér þakkar hann stuðninginn í leikslok í Moskvu. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira