Föstu leikatriðin vopn í búrinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 12:00 Kári í háloftunum í leiknum í Moskvu. vísir/vilhelm Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, tók undir með blaðamanni að föstu leikatriði íslenska liðsins hefðu oft heppnast betur en í leiknum gegn Argentínu. Í raun skapaðist aldrei hætta við mark Argentínumanna eftir innköst, horn eða aukaspyrnur en Argentínumenn náðu að ógna úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. „Ég er sammála því, þau hefðu getað verið betri. Bæði löngu innköstin, aukaspyrnur og horn,“ segir Kári sem spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar með sínum uppáhaldsmiðverði Ragnari Sigurðssyni. Félagarnir hafa verið í kjarna varnarinnar undanfarin sex ár og lofsyngja hvor annan reglulega. Ná mjög vel saman. Ekki hafi vantað upp á planið í föstu leikatriðunum en hlutir gengu ekki upp. „Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur. Ég náði ekki að vinna nógu mörg skallaeinvígi í löngu innköstunum. Þetta var ekki alveg upp á tíu eins og það er venjulega,“ segir Kári sem sér þó jákvæðan punkt. „Það er gott ef það er vopn í búrinu sem við notuðum ekki gegn Argentínu. Ef við getum fengið það í gang gegn Nígeríu þá er það gríðarlega jákvætt.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, tók undir með blaðamanni að föstu leikatriði íslenska liðsins hefðu oft heppnast betur en í leiknum gegn Argentínu. Í raun skapaðist aldrei hætta við mark Argentínumanna eftir innköst, horn eða aukaspyrnur en Argentínumenn náðu að ógna úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. „Ég er sammála því, þau hefðu getað verið betri. Bæði löngu innköstin, aukaspyrnur og horn,“ segir Kári sem spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar með sínum uppáhaldsmiðverði Ragnari Sigurðssyni. Félagarnir hafa verið í kjarna varnarinnar undanfarin sex ár og lofsyngja hvor annan reglulega. Ná mjög vel saman. Ekki hafi vantað upp á planið í föstu leikatriðunum en hlutir gengu ekki upp. „Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur. Ég náði ekki að vinna nógu mörg skallaeinvígi í löngu innköstunum. Þetta var ekki alveg upp á tíu eins og það er venjulega,“ segir Kári sem sér þó jákvæðan punkt. „Það er gott ef það er vopn í búrinu sem við notuðum ekki gegn Argentínu. Ef við getum fengið það í gang gegn Nígeríu þá er það gríðarlega jákvætt.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira