Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. júní 2018 08:00 Leiguíbúðalán frá Íbúðalánasjóði lúta ströngum skilmálum. Mynd/Íbúðalánasjóður Íbúðalánasjóður hefur veitt lán fyrir 18,4 milljarða króna til kaupa eða byggingar leiguíbúða, byggt á vissum skilyrðum reglugerðar. Á meðal skilyrðanna er að viðkomandi félag megi ekki vera rekið í hagnaðarskyni. Slík lán sem ekki eru talin félagsleg nema 12,2 milljörðum króna. Heimavellir, sem skráð er í Kauphöll, hefur þegið átta milljarða króna í slík lán. Það er 44 prósent af heildinni. Þetta segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs. Anna segir í skriflegu svari að félögunum sé þó heimilt að skila hagnaði en hann megi aðeins nota til vaxtar, viðhalds eða niðurgreiðslu lána. Ekki megi greiða hluthöfum arð. Markmið með leiguíbúðalánum sé að fjölga leiguíbúðum. Alls hafi 95 prósent lánanna sem ekki eru félagsleg verið veitt á landsbyggðinni og fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Lánin séu verðtryggð jafngreiðslulán með 4,2% föstum vöxtum, sömu kjör og bjóðist einstaklingum. Í greiningu Capacent á Heimavöllum segir að kjörin geti vart talist samkeppnishæf, sérstaklega borið saman við fjármögnun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Athygli er vakin á að stjórnendur Heimavalla hyggjast endurfjármagna lánin í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda er stefnt á að greiða arð með reglubundnum hætti.Íþyngjandi kvaðir gildi um félagið Íbúðalánasjóður upplýsti í vikunni að hann hefði sent 20 leigufélögum, sem eru með téð leiguíbúðalán, bréf og óskað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða þeirra til að tryggja að rekstur félaganna hafi hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Íbúðalánasjóður hefur lánað til 25 félaga og félagasamtaka á þessum grunni. Þar af er eitt hlutafélag, 17 einkahlutafélög, þrjár sjálfseignarstofnanir, tvö húsnæðissamvinnufélög, eitt byggðasamlag og ein félagasamtök. „Það fer ekki eftir félagsforminu sem slíku hvort félag telst rekið ekki í hagnaðarskyni eins og það er skilgreint í reglugerðinni. Félagið þarf einfaldlega að uppfylla þau skilyrði sem lögin og reglugerðin kveða á um, þ.e. að hafa það sem langtímamarkmið að reka leiguhúsnæði til langs tíma, að rekstur félagsins sé sem hagkvæmastur og með hagsmuni leigutaka að leiðarljósi, að óheimilt sé að ráðstafa arði eða arðsígildi út úr félaginu og svo framvegis. Þessar íþyngjandi kvaðir gilda um félagið svo lengi sem það er með lán frá Íbúðalánasjóði veitt á grundvelli þessarar reglugerðar. Sem dæmi má nefna eru Félagsbústaðir reknir í formi hlutafélags en félagið hefur með höndum félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar,“ segir Anna Guðmunda. Þá bendir Anna Guðmunda á að í janúar 2018 hafi það verið gert að skilyrði leiguíbúðalána að á því svæði sem lánað sé til ríki sannarlega markaðsbrestur, það er að þar hafi verið verulegur skortur á leiguhúsnæði og bygging íbúða í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. Við núverandi markaðsaðstæður eru slíkar lánveitingar til lögaðila nær eingöngu veittar vegna kaupa eða byggingar leiguíbúða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00 Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur veitt lán fyrir 18,4 milljarða króna til kaupa eða byggingar leiguíbúða, byggt á vissum skilyrðum reglugerðar. Á meðal skilyrðanna er að viðkomandi félag megi ekki vera rekið í hagnaðarskyni. Slík lán sem ekki eru talin félagsleg nema 12,2 milljörðum króna. Heimavellir, sem skráð er í Kauphöll, hefur þegið átta milljarða króna í slík lán. Það er 44 prósent af heildinni. Þetta segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs. Anna segir í skriflegu svari að félögunum sé þó heimilt að skila hagnaði en hann megi aðeins nota til vaxtar, viðhalds eða niðurgreiðslu lána. Ekki megi greiða hluthöfum arð. Markmið með leiguíbúðalánum sé að fjölga leiguíbúðum. Alls hafi 95 prósent lánanna sem ekki eru félagsleg verið veitt á landsbyggðinni og fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Lánin séu verðtryggð jafngreiðslulán með 4,2% föstum vöxtum, sömu kjör og bjóðist einstaklingum. Í greiningu Capacent á Heimavöllum segir að kjörin geti vart talist samkeppnishæf, sérstaklega borið saman við fjármögnun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Athygli er vakin á að stjórnendur Heimavalla hyggjast endurfjármagna lánin í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda er stefnt á að greiða arð með reglubundnum hætti.Íþyngjandi kvaðir gildi um félagið Íbúðalánasjóður upplýsti í vikunni að hann hefði sent 20 leigufélögum, sem eru með téð leiguíbúðalán, bréf og óskað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða þeirra til að tryggja að rekstur félaganna hafi hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Íbúðalánasjóður hefur lánað til 25 félaga og félagasamtaka á þessum grunni. Þar af er eitt hlutafélag, 17 einkahlutafélög, þrjár sjálfseignarstofnanir, tvö húsnæðissamvinnufélög, eitt byggðasamlag og ein félagasamtök. „Það fer ekki eftir félagsforminu sem slíku hvort félag telst rekið ekki í hagnaðarskyni eins og það er skilgreint í reglugerðinni. Félagið þarf einfaldlega að uppfylla þau skilyrði sem lögin og reglugerðin kveða á um, þ.e. að hafa það sem langtímamarkmið að reka leiguhúsnæði til langs tíma, að rekstur félagsins sé sem hagkvæmastur og með hagsmuni leigutaka að leiðarljósi, að óheimilt sé að ráðstafa arði eða arðsígildi út úr félaginu og svo framvegis. Þessar íþyngjandi kvaðir gilda um félagið svo lengi sem það er með lán frá Íbúðalánasjóði veitt á grundvelli þessarar reglugerðar. Sem dæmi má nefna eru Félagsbústaðir reknir í formi hlutafélags en félagið hefur með höndum félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar,“ segir Anna Guðmunda. Þá bendir Anna Guðmunda á að í janúar 2018 hafi það verið gert að skilyrði leiguíbúðalána að á því svæði sem lánað sé til ríki sannarlega markaðsbrestur, það er að þar hafi verið verulegur skortur á leiguhúsnæði og bygging íbúða í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. Við núverandi markaðsaðstæður eru slíkar lánveitingar til lögaðila nær eingöngu veittar vegna kaupa eða byggingar leiguíbúða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00 Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku. 30. maí 2018 06:00
Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29. maí 2018 15:15
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00