Segjast hafa fundið nöfn 47 manna sem Rússar vilja feiga Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 23:44 Babchenko er hér fyrir miðju. Lutsenko er hægra megin við hann. Vísir/AP Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum. Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum.
Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46
Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05