Erlent

Duterte gagnrýndur fyrir koss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forsetinn sést hér kyssa konuna, fyrir framan fagnandi fileppeyska verkamenn.
Forsetinn sést hér kyssa konuna, fyrir framan fagnandi fileppeyska verkamenn. Skjáskot
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur sætt gagnrýni eftir að hann kyssti konu á munninn á fjöldafundi. Duterte kallaði konuna upp á svið til sín og, að loknum orðaskiptum og látbragði, sannfærði hana um að gefa sér koss.

Forsetinn var staddur í Suður-Kóreu þar sem hann ávarpaði filippeyska verkamenn sem starfa í landinu. Ef marka má upptökur af fundinum virðast flestir þeirra hafa fagnað þegar Duterte og konan, sem var á sviðinu til að veita bók viðtöku, kysstust.

Þó eru ekki allir jafn ánægðir með uppátæki forsetans. Filippeysk mannréttindasamtök telja kossinn vera til marks um „ógeðslega tilgerð kvenhatandi forseta,“ sem áður hefur gerst sekur um óviðeigandi hegðun í garð kvenna.

Atvikið umrædda má sjá hér að neðan. Breska ríkisútvarpið telur nokkuð ljóst að konan sem um ræðir hafi verið stjörnustjörf í návist Duterte. Þannig hafi hann náð, með þrálátum beiðnum sínum, að misnota sér aðdáun konunnar.

Þegar Duterte var borgarstjóri í Davao sagðist hann hafa orðið reiður þegar áströlskum trúboða var nauðgað í borginni.

Engu að síður sagði Duterte að konan hafi verið svo falleg að hann sem borgarstjóri „hefði átt að vera fyrstur.“

Fyrr á þessu ári sagði hann jafnframt filippeyskum hermönnum að skjóta ætti kvenkyns uppreisnarmenn í píkurnar. Bæði ummælin ollu mikilli reiði á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×