Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 11:15 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira