Sunnubúð verður tíunda Krambúðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2018 14:45 Krambúðin í sólinni í dag. Vísir/Vilhelm Ný Krambúð mun opna við Lönguhlíð í hádeginu á morgun. Verslunin kemur í stað Sunnubúðar sem hefur verið lokuð síðasta mánuðinn vegna talsverðra breytinga. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir þetta afar ánægjulegt skref. Sunnubúð hefur verið í eigu Samkaupa síðan árið 2016 og nú sé tímabært að bæta þessa rótgrónu verslun í Hlíðunum enn frekar.Rekstrarstjórinn Gísli Gíslason í góðum gír í dag.Vísir/VilhelmNæsti kafli í 67 ára verslunarsögu „Með endurbótunum ætlum við að koma betur til móts við nútíma þarfir viðskiptavina. Á þeim langa tíma sem verslun hefur verið starfrækt við Lönguhlíð hafa orðið gríðarlegar breytingar á samkeppnisumhverfinu og neysluháttum. Við viljum stíga inn í nútímann og flétta saman kaupmanninn á horninu og samkeppnishæf verð en með tilkomu Krambúðarinnar munu um þrjú hundruð vörunúmer lækka í verði, svo sem mjólk, brauð, hveiti og smjör svo eitthvað sé nefnt og halda kjörorðunum okkar hagstætt fyrir heimilið hátt á lofti, “ segir Gunnar Egill. Gunnar segir mikinn heiður fólginn í að taka við keflinu í Lönguhlíð og fá að skrifa næsta kafla í 67 ára verslunarsögu hverfisins. „Hér hefur verið verslun síðan árið 1951 og við erum meðvituð um að fjölmargir bera sterkar taugar til Sunnubúðar. Við erum stolt af því að fá þetta tækifæri og munum leggja okkur fram um að varðveita og halda á lofti sögunni sem er hér allt umlykjandi. Meðal annars með því að setja upp sérstakan myndavegg þar sem stiklað er á umfangsmikilli verslunarsögu búðarinnar og höfum fengið með okkur gott fólk til að skerpa á henni með okkur. Við erum því mjög spennt að opna dyr Krambúðarinnar og taka á móti Hlíðarbúum,“ útskýrir Gunnar.Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Lengri opnunartími Gunnar segir starfsfólk og viðskiptavini hafa tekið vel í breytingarnar, enda hafi eftirspurnin eftir breyttum háttum og ýmiss konar viðbótarþjónustu orðið sífellt meira áberandi. „Við munum halda uppteknum hætti og erum til staðar fyrir fólkið í hverfinu. Við erum ánægð með að njóta til þess liðsinnis sama starfsfólks og undanfarin ár. Við ætlum okkur að tvinna saman það besta úr fortíðinni og það vænlegasta til framtíðar í nýrri Krambúð. Mikilvægur hluti af því er að geta stóreflt framboð okkar á tilbúnum réttum, samlokum, nýbökuðu brauði og góðu kaffi fyrir fólkið í hverfinu – sem og rýmkað opnunartímann verulega en með tilkomu Krambúðar verður opnað fyrr á morgnana og lokað seinna á kvöldin.“ Krambúðin verður opin frá 8 til 23 alla virka daga og frá 9 til 23:30 um helgar. Við opnun Krambúðarinnar í Lönguhlíð verða Krambúðirnar orðnar tíu talsins en hinar eru á Skólavörðustíg í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, Húsavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Akranesi og á Selfossi. Neytendur Tengdar fréttir Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ „Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn Sigurðsson. 4. apríl 2016 07:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ný Krambúð mun opna við Lönguhlíð í hádeginu á morgun. Verslunin kemur í stað Sunnubúðar sem hefur verið lokuð síðasta mánuðinn vegna talsverðra breytinga. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir þetta afar ánægjulegt skref. Sunnubúð hefur verið í eigu Samkaupa síðan árið 2016 og nú sé tímabært að bæta þessa rótgrónu verslun í Hlíðunum enn frekar.Rekstrarstjórinn Gísli Gíslason í góðum gír í dag.Vísir/VilhelmNæsti kafli í 67 ára verslunarsögu „Með endurbótunum ætlum við að koma betur til móts við nútíma þarfir viðskiptavina. Á þeim langa tíma sem verslun hefur verið starfrækt við Lönguhlíð hafa orðið gríðarlegar breytingar á samkeppnisumhverfinu og neysluháttum. Við viljum stíga inn í nútímann og flétta saman kaupmanninn á horninu og samkeppnishæf verð en með tilkomu Krambúðarinnar munu um þrjú hundruð vörunúmer lækka í verði, svo sem mjólk, brauð, hveiti og smjör svo eitthvað sé nefnt og halda kjörorðunum okkar hagstætt fyrir heimilið hátt á lofti, “ segir Gunnar Egill. Gunnar segir mikinn heiður fólginn í að taka við keflinu í Lönguhlíð og fá að skrifa næsta kafla í 67 ára verslunarsögu hverfisins. „Hér hefur verið verslun síðan árið 1951 og við erum meðvituð um að fjölmargir bera sterkar taugar til Sunnubúðar. Við erum stolt af því að fá þetta tækifæri og munum leggja okkur fram um að varðveita og halda á lofti sögunni sem er hér allt umlykjandi. Meðal annars með því að setja upp sérstakan myndavegg þar sem stiklað er á umfangsmikilli verslunarsögu búðarinnar og höfum fengið með okkur gott fólk til að skerpa á henni með okkur. Við erum því mjög spennt að opna dyr Krambúðarinnar og taka á móti Hlíðarbúum,“ útskýrir Gunnar.Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Lengri opnunartími Gunnar segir starfsfólk og viðskiptavini hafa tekið vel í breytingarnar, enda hafi eftirspurnin eftir breyttum háttum og ýmiss konar viðbótarþjónustu orðið sífellt meira áberandi. „Við munum halda uppteknum hætti og erum til staðar fyrir fólkið í hverfinu. Við erum ánægð með að njóta til þess liðsinnis sama starfsfólks og undanfarin ár. Við ætlum okkur að tvinna saman það besta úr fortíðinni og það vænlegasta til framtíðar í nýrri Krambúð. Mikilvægur hluti af því er að geta stóreflt framboð okkar á tilbúnum réttum, samlokum, nýbökuðu brauði og góðu kaffi fyrir fólkið í hverfinu – sem og rýmkað opnunartímann verulega en með tilkomu Krambúðar verður opnað fyrr á morgnana og lokað seinna á kvöldin.“ Krambúðin verður opin frá 8 til 23 alla virka daga og frá 9 til 23:30 um helgar. Við opnun Krambúðarinnar í Lönguhlíð verða Krambúðirnar orðnar tíu talsins en hinar eru á Skólavörðustíg í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, Húsavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Akranesi og á Selfossi.
Neytendur Tengdar fréttir Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ „Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn Sigurðsson. 4. apríl 2016 07:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ „Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn Sigurðsson. 4. apríl 2016 07:00