Erlent

Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er hættur við að hætta við leiðtogafund sinn með Kim Jong-un.
Donald Trump er hættur við að hætta við leiðtogafund sinn með Kim Jong-un. Vísir/AFP
Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. BBC greinir frá.

„Kim Jong-un fór á hnéin og grátbað um fundinn, sem er nákvæmlega sú staða sem þú vilt hafa hann í,“ sagði Guiliani á ráðstefnu í Ísrael.

Stefnt er að fundur leiðtoganna tveggja fari fram í Singapore í næsti viku en í síðasta mánuði hætti Trump snarlega við fundinn. Hann var þó settur aftur á dagskrá eftir að yfirvöld í Norður-Kóreu sendu bréf til Trump.

Guilani var ráðinn í lögfræðiteymi Trump í apríl á síðasta ári og hefur síðan þá tjáð sig nokkuð fjálglega í fjölmiðlum um ýmis málefni. Sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels.

Þá hélt hann því fram um helgina að Trump hefði vald til þess að náða sjálfan sig, kæmi til þess, jafn vel þó að ólíklegt væri að forsetinn myndi nýta sér þann möguleika.


Tengdar fréttir

Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani

Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi.

Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli

Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×