Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 17:30 Rudy Guiliani fer fyrir lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56