Er þegar búin að segja nei við nokkur félög Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2018 12:30 Það var létt yfir Fanndísi á landsliðsæfingu í gær enda komin á kunnuglegar slóðir á Kópavogsvelli í æfingatreyju íslenska landsliðsins. Fréttablaðið/eyþór „Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira