Innlent

Færeyingar leggja mikið upp úr jarðgöngum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Færeyingar leggja mikið upp úr jarðgöngum í sínu vegakerfi en þar eru núna 20 göng, þar af tvenn neðansjávar. Nú er verið að byggja tvö ný neðansjávargöng sem verða bæði um 11 kílómetrar og er stefnt að byggingu hátt í 30 kílómetra jarðganga til Suðureyjar.

Það er mikill munur á samgöngukerfinu í Færeyjum og Íslandi enda er flott þjóðvegakerfi það fyrsta sem Íslendingar taka eftir þegar þeir koma til Færeyja. Jarðgöngin eru stolt Færeyinga í samgöngum en þar er alltaf verið að byggja ný og ný göng. Umræða er nú hafin um að byggja hátt í 30 kílómetra göng til Suðureyjar.

Engin gjaldhlið eru við göng í Færeyjum, annaðhvort nota bílar rafræna greiðslu eða ökumenn fá senda rukkun heim nokkrum vikum eftir að ekið var í gegnum göngin.Pétur segir ótrúlega mikið til að peningum í Færeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×