Gætu krafið ríkið um skaðabætur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa höfðað skaðabótamál á hendur Valitor vegna ólögmætrar riftunar kortafyrirtækisins á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks. Deilt er um þær forsendur sem leggja á til grundvallar við mat á fjártjóni. Vísir/Stefán Verði vanhöld á því að Fjármálaeftirlitið sinni eftirliti sínu með eiginfjárstöðu Valitors gætu fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið kortafyrirtækið um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, beint skaðabótakröfu að íslenska ríkinu. Í bréfi sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, skrifaði Fjármálaeftirlitinu í gær og Markaðurinn hefur undir höndum eru leiddar að því líkur að aðgerðaleysi eftirlitsins í þessum efnum geti leitt til bótaábyrgðar ríkissjóðs. Er þess farið á leit að eftirlitið beiti úrræðum sínum til þess að knýja á um bætta eiginfjárstöðu Valitors. Viðvörunarljós blikki þegar litið sé til stöðu kortafyrirtækisins. Afkomutölur fyrir síðasta ár og fyrstu þrjá mánuði ársins gefi til kynna að afkoma þessa árs verði að öllum líkindum „gríðarlega slæm“. Tap Valitors hf., dótturfélags Valitors Holding sem er alfarið í eigu Arion banka, nam ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er hafa Datacell og Sunshine Press Productions höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar fyrir Wikileaks. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt. Deila fyrirtækjanna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta.Sveinn Andri Sveinsson lögmaðurVísir/ernirSýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í síðasta mánuði kröfu fyrirtækjanna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Ákvörðun sýslumannsins hefur verið kærð til héraðsdóms. Í bréfi lögmannsins, sem var einnig sent til Arion banka, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislögmanns og Kauphallarinnar, er sagt mikilvægt að Fjármálaeftirlitið skoði með nákvæmum hætti – með hliðsjón af núverandi stöðu Valitors – hvað áætla megi að afkoma félagsins verði í lok þessa árs og auk þess hver geta félagsins sé til þess að greiða Datacell og Sunshine Press skaðabætur, komi til þess.Útlánin lækkuðu Bent er á að samkvæmt ársreikningi kortafyrirtækisins fyrir síðasta ár hafi útlánaáhætta fyrirtækisins verið minni þá en árið 2016 þar sem útlán hafi lækkað á milli ára úr 3,7 milljörðum króna í 2,7 milljarða. Það skýri hvers vegna eiginfjárhlutfall Valitors hafi ekki lækkað á milli ára þrátt fyrir lægri eiginfjárstofn vegna eignafærsla á kostnaði og umtalsverðan taprekstur á árinu, en afkoma félagsins var neikvæð um 446 milljónir á síðasta ári. Í bréfinu er minni útlánaáhætta á milli ára ekki sögð jákvæð þar sem greinilega sé um að ræða lækkun á VISA-raðgreiðslum sem séu arðbær lán og góð viðskipti. „Hér virðist Valitor hafa misst stóra markaðshlutdeild í neyslulánum til einhverra annarra,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er auk þess vakin athygli Fjármálaeftirlitsins á því að á sama tíma og bókfærð eiginfjárstaða Valitors hafi lækkað hafi hlutfall óefnislegra eigna sem hluti af eigin fé hækkað. Þannig hafi óefnislegar eignir numið um 168 milljónum árið 2012 en séu nú um 1.548 milljónir eða 21 prósent af heildareiginfé. Telur lögmaðurinn Valitor hafa gengið allt of langt í að eignfæra óefnislegar eignir. Í því samhengi minnir hann á að stór hluti þess þróunarkostnaður sem hefur verið eignfærður sé vegna viðskipta félagsins við hið bandaríska Stripe. Viðskiptum félagsins verði hins vegar hætt á þessu ári – en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi – og þar með verði ekki hægt að tengja þann þróunarkostnað við framtíðarávinning, eins og áskilið er í alþjóðlegum reikningsstöðlum. „Það er því ljóst að sú skylda hvílir á Valitor að færa aftur til gjalda stóran hluta þess þróunarkostnaðar sem áður hefur verið eignfærður. Mun með þessari óhjákvæmilegu leiðréttingu verða um stórfellda lækkun eigin fjár að ræða og verri afkomu að sama skapi,“ segir í bréfinu. Blikur á lofti hjá móðurfélaginu Í bréfinu er bent á að staða móðurfélagsins, Valitors Holding, sé vissulega sterkari en dótturfélagsins. Miklar blikur séu hins vegar á lofti í rekstri þess félags. Þannig er tekið fram að dótturfélagið AltaPay í Danmörku hafi tapað 77 milljónum króna árið 2016, eigið fé annars dótturfélags, Markadis, hafi verið neikvætt um hálfan milljarð í lok árs 2016 og þá hafi dótturfélagið Valitor Payment Services tapað níu milljónum 2016. Er það mat lögmannsins að mörg viðvörunarljós fari að blikka þegar litið sé til stöðu Valitors. Ljóst sé að kortafyrirtækið muni ekki á eigin spýtur geta greitt skaðabótakröfu Datacell og Sunshine Production án nýs utanaðkomandi fjármagns. „Það yrði ógjaldfært,“ segir í bréfi lögmannsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verði vanhöld á því að Fjármálaeftirlitið sinni eftirliti sínu með eiginfjárstöðu Valitors gætu fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið kortafyrirtækið um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, beint skaðabótakröfu að íslenska ríkinu. Í bréfi sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, skrifaði Fjármálaeftirlitinu í gær og Markaðurinn hefur undir höndum eru leiddar að því líkur að aðgerðaleysi eftirlitsins í þessum efnum geti leitt til bótaábyrgðar ríkissjóðs. Er þess farið á leit að eftirlitið beiti úrræðum sínum til þess að knýja á um bætta eiginfjárstöðu Valitors. Viðvörunarljós blikki þegar litið sé til stöðu kortafyrirtækisins. Afkomutölur fyrir síðasta ár og fyrstu þrjá mánuði ársins gefi til kynna að afkoma þessa árs verði að öllum líkindum „gríðarlega slæm“. Tap Valitors hf., dótturfélags Valitors Holding sem er alfarið í eigu Arion banka, nam ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er hafa Datacell og Sunshine Press Productions höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar fyrir Wikileaks. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt. Deila fyrirtækjanna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta.Sveinn Andri Sveinsson lögmaðurVísir/ernirSýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í síðasta mánuði kröfu fyrirtækjanna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Ákvörðun sýslumannsins hefur verið kærð til héraðsdóms. Í bréfi lögmannsins, sem var einnig sent til Arion banka, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislögmanns og Kauphallarinnar, er sagt mikilvægt að Fjármálaeftirlitið skoði með nákvæmum hætti – með hliðsjón af núverandi stöðu Valitors – hvað áætla megi að afkoma félagsins verði í lok þessa árs og auk þess hver geta félagsins sé til þess að greiða Datacell og Sunshine Press skaðabætur, komi til þess.Útlánin lækkuðu Bent er á að samkvæmt ársreikningi kortafyrirtækisins fyrir síðasta ár hafi útlánaáhætta fyrirtækisins verið minni þá en árið 2016 þar sem útlán hafi lækkað á milli ára úr 3,7 milljörðum króna í 2,7 milljarða. Það skýri hvers vegna eiginfjárhlutfall Valitors hafi ekki lækkað á milli ára þrátt fyrir lægri eiginfjárstofn vegna eignafærsla á kostnaði og umtalsverðan taprekstur á árinu, en afkoma félagsins var neikvæð um 446 milljónir á síðasta ári. Í bréfinu er minni útlánaáhætta á milli ára ekki sögð jákvæð þar sem greinilega sé um að ræða lækkun á VISA-raðgreiðslum sem séu arðbær lán og góð viðskipti. „Hér virðist Valitor hafa misst stóra markaðshlutdeild í neyslulánum til einhverra annarra,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er auk þess vakin athygli Fjármálaeftirlitsins á því að á sama tíma og bókfærð eiginfjárstaða Valitors hafi lækkað hafi hlutfall óefnislegra eigna sem hluti af eigin fé hækkað. Þannig hafi óefnislegar eignir numið um 168 milljónum árið 2012 en séu nú um 1.548 milljónir eða 21 prósent af heildareiginfé. Telur lögmaðurinn Valitor hafa gengið allt of langt í að eignfæra óefnislegar eignir. Í því samhengi minnir hann á að stór hluti þess þróunarkostnaður sem hefur verið eignfærður sé vegna viðskipta félagsins við hið bandaríska Stripe. Viðskiptum félagsins verði hins vegar hætt á þessu ári – en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi – og þar með verði ekki hægt að tengja þann þróunarkostnað við framtíðarávinning, eins og áskilið er í alþjóðlegum reikningsstöðlum. „Það er því ljóst að sú skylda hvílir á Valitor að færa aftur til gjalda stóran hluta þess þróunarkostnaðar sem áður hefur verið eignfærður. Mun með þessari óhjákvæmilegu leiðréttingu verða um stórfellda lækkun eigin fjár að ræða og verri afkomu að sama skapi,“ segir í bréfinu. Blikur á lofti hjá móðurfélaginu Í bréfinu er bent á að staða móðurfélagsins, Valitors Holding, sé vissulega sterkari en dótturfélagsins. Miklar blikur séu hins vegar á lofti í rekstri þess félags. Þannig er tekið fram að dótturfélagið AltaPay í Danmörku hafi tapað 77 milljónum króna árið 2016, eigið fé annars dótturfélags, Markadis, hafi verið neikvætt um hálfan milljarð í lok árs 2016 og þá hafi dótturfélagið Valitor Payment Services tapað níu milljónum 2016. Er það mat lögmannsins að mörg viðvörunarljós fari að blikka þegar litið sé til stöðu Valitors. Ljóst sé að kortafyrirtækið muni ekki á eigin spýtur geta greitt skaðabótakröfu Datacell og Sunshine Production án nýs utanaðkomandi fjármagns. „Það yrði ógjaldfært,“ segir í bréfi lögmannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00