Fágæt dýr ganga kaupum og sölum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 08:36 Feldir eru vinsæl söluvara. Vísir/getty Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020. Dýr Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020.
Dýr Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira