„Samgönguás“ varð að „Borgarlínu“ á síðasta fundi bæjarstjórnar Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 22:44 Það var ýmislegt gert á síðasta fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Vísir/Daníel Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00
Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09