Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS. Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS.
Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira