Reykjavík þarf atvinnustefnu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skrifar 24. maí 2018 07:00 Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun