Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2018 08:00 Í reynslusögum sem leigjendur hafa sent VR er sagt frá íbúðum þar sem leiguverð hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. Forstjóri Heimavalla segir að leiguverð ráðist af húsnæðisverði og vöxtum. Vísir/vilhelm „Þessi umræða hefur örugglega ekki verið okkur til góðs. En við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum í okkar störfum,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri fasteignafélagsins Heimavalla, um umræðuna sem hefur farið fram síðustu daga um hækkun húsaleigu hjá íbúðaleigufélögum eins og Heimavöllum, Almenna leigufélaginu og Íbúðalánasjóði. Hlutafjárútboð með bréf í félaginu fór fram í byrjun mánaðar og í dag hefjast viðskipti með bréfin á Aðallista Kauphallar Íslands. Í sögum sem leigjendur íbúðarhúsnæðis hafa sent VR segir til dæmis frá manni sem greiddi 115 þúsund krónur í leigu á mánuði. Á einum mánuði hafi leigan hækkað upp í 170 þúsund. Þá er sagt frá fjölskyldu sem tók íbúð á leigu árið 2016 og greiddi 225 þúsund. Leigan hafi síðan verið hækkuð um 25 þúsund í fyrra og svo aftur um 25 þúsund í ár. Heimavellir ehfÞað er 50 þúsund króna hækkun á tveimur árum. Þriðja dæmið er um konu sem tók hús á leigu af leigufélagi árið 2010 og greiddi 200 þúsund krónur í leigu á mánuði. Í janúar 2017 var leigan orðin 270 þúsund. Nýlega fékk hún tilkynningu um að leigan yrði hækkuð í 400 til 450 þúsund krónur á mánuði. Guðbrandur segir að eðlilega hafi leiguverð hækkað hjá Heimavöllum, eins og hjá mörgum öðrum, en ekkert í líkingu við það sem rætt hefur verið um. „Enda hefur ekki verið bent á slík dæmi hjá Heimavöllum hingað til.“ Hann segir þó að upp hafi komið dæmi þar sem Heimavellir hafi verið að taka yfir eignasöfn þar sem leigjendur hafi búið í íbúðum á grundvelli svokallaðrar dæmdrar leigu. Í slíkum tilfellum sé leiguverðið mjög lágt miðað við markaðsleigu.Dæmd leiga er þegar Íbúðalánasjóður hefur eignast íbúð á uppboði. Sá sem býr í íbúðinni hefur þá farið fyrir dómstóla og fengið seturétt í íbúðinni á því leiguverði sem dómari ákveður. Guðbrandur gerir ráð fyrir að mesta hækkunin á leiguverði hafi verið þegar verið var að færa leiguverð úr slíkri leigu yfir í markaðsleigu. „Ég held líka að það sé mjög til bóta fyrir umræðuna að sjá reglulegan rekstur á svona leigufélögum. Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta, en með því að einbeita sér að því að ná fram stærðarhagkvæmni og vanda vel valið á íbúðum inn í safnið þá er þetta algjörlega raunhæfur kostur,“ segir Guðbrandur. Leiguverð verði alltaf einhver birtingarmynd af íbúðaverði og vaxtastigi. „Við erum að vinna á vaxtastigi sem er í rúmum fjórum prósentum. Nágrannalöndin eru í tæplega prósenti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað um helming þá værum við að ná fram 20 prósent lækkun á leigu að öllu óbreyttu. En auðvitað vitum við að ef vextir lækka skart þá getur það haft áhrif á eignarverð þannig að það er vandrataður vegur í þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01 Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þessi umræða hefur örugglega ekki verið okkur til góðs. En við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum í okkar störfum,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri fasteignafélagsins Heimavalla, um umræðuna sem hefur farið fram síðustu daga um hækkun húsaleigu hjá íbúðaleigufélögum eins og Heimavöllum, Almenna leigufélaginu og Íbúðalánasjóði. Hlutafjárútboð með bréf í félaginu fór fram í byrjun mánaðar og í dag hefjast viðskipti með bréfin á Aðallista Kauphallar Íslands. Í sögum sem leigjendur íbúðarhúsnæðis hafa sent VR segir til dæmis frá manni sem greiddi 115 þúsund krónur í leigu á mánuði. Á einum mánuði hafi leigan hækkað upp í 170 þúsund. Þá er sagt frá fjölskyldu sem tók íbúð á leigu árið 2016 og greiddi 225 þúsund. Leigan hafi síðan verið hækkuð um 25 þúsund í fyrra og svo aftur um 25 þúsund í ár. Heimavellir ehfÞað er 50 þúsund króna hækkun á tveimur árum. Þriðja dæmið er um konu sem tók hús á leigu af leigufélagi árið 2010 og greiddi 200 þúsund krónur í leigu á mánuði. Í janúar 2017 var leigan orðin 270 þúsund. Nýlega fékk hún tilkynningu um að leigan yrði hækkuð í 400 til 450 þúsund krónur á mánuði. Guðbrandur segir að eðlilega hafi leiguverð hækkað hjá Heimavöllum, eins og hjá mörgum öðrum, en ekkert í líkingu við það sem rætt hefur verið um. „Enda hefur ekki verið bent á slík dæmi hjá Heimavöllum hingað til.“ Hann segir þó að upp hafi komið dæmi þar sem Heimavellir hafi verið að taka yfir eignasöfn þar sem leigjendur hafi búið í íbúðum á grundvelli svokallaðrar dæmdrar leigu. Í slíkum tilfellum sé leiguverðið mjög lágt miðað við markaðsleigu.Dæmd leiga er þegar Íbúðalánasjóður hefur eignast íbúð á uppboði. Sá sem býr í íbúðinni hefur þá farið fyrir dómstóla og fengið seturétt í íbúðinni á því leiguverði sem dómari ákveður. Guðbrandur gerir ráð fyrir að mesta hækkunin á leiguverði hafi verið þegar verið var að færa leiguverð úr slíkri leigu yfir í markaðsleigu. „Ég held líka að það sé mjög til bóta fyrir umræðuna að sjá reglulegan rekstur á svona leigufélögum. Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta, en með því að einbeita sér að því að ná fram stærðarhagkvæmni og vanda vel valið á íbúðum inn í safnið þá er þetta algjörlega raunhæfur kostur,“ segir Guðbrandur. Leiguverð verði alltaf einhver birtingarmynd af íbúðaverði og vaxtastigi. „Við erum að vinna á vaxtastigi sem er í rúmum fjórum prósentum. Nágrannalöndin eru í tæplega prósenti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað um helming þá værum við að ná fram 20 prósent lækkun á leigu að öllu óbreyttu. En auðvitað vitum við að ef vextir lækka skart þá getur það haft áhrif á eignarverð þannig að það er vandrataður vegur í þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01 Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00
Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01
Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30